Skip to main content

Ég fór að velta því fyrir mér hversvegna við notum svo stóran part af lífi okkar mörg hver í það að vera reið og pirruð eða að hafa skoðanir á hinu og þessu sem við fáum hvort eð er ekki breytt.

Hvernig við sóum kærleiksstundum og gleðistundum sem við gætum átt bara til að halda í það að við séum sannleikann eða að okkar viðhorf séu það rétta hverju sinni. Það er þó þannig að í öllum tilvikum að hver og einn hefur sinn sannleika og sitt rétta og ranga viðhorf og ekkert af því er endilega það rétta í stöðunni þar sem margar hliðar eru á hverju máli.

En ég ætla að setja hér nokkrar af þeim setningum sem komu í huga minn þegar ég fór í þessar heimspekilegu vangaveltur um daginn.

 • Hvers vegna hugsum við ekki um hversu stutt lífið er og hversu brothætt það er á sama tíma?
 • Hvers vegna hugsum við ekki út í það að fólkið okkar gæti verið tekið út úr lífi okkar í dag eða á morgun, og hvers vegna höldum við að við höfum allan tímann í veröldinni til að vera í samvistum við hvert annað? – Lífið er svo stutt og brothætt
 • Hvers vegna hugsum við ekki um það góða í fari fólks í stað þess að hugsa um það slæma sem það hefur í fari sínu, því að öll höfum við okkar kosti og galla? – Lífið er svo stutt og brothætt
 • Hversvegna sóum við orku okkar í að vera reið í fjölmiðlum eða í samræðum í stað þess að nýta þá orku sem í það fer til að breyta þeim kerfum sem þarf að breyta í þjóðfélaginu eða finna lausnir og koma þeim á rétta staði? – Lífið er svo stutt og brothætt
 • Hvers vegna höfum við skoðun á því hvernig náunginn ver lífi sínu, eignum eða athöfnum í stað þess að skoða okkar eigin tilvist? – Lífið er svo stutt og brothætt
 • Hvers vegna verjum við mörgum dögum eða vikum í að vera pirruð út í einhvern og sóa þar með dýrmætum tíma sem við gætum átt saman? – Lífið er svo stutt og brothætt
 • Hvers vegna heimsækjum við ekki þann sem við vitum að á bágt eða hringjum í hann? – Lífið er svo stutt og brothætt
 • Hvers vegna segjum við ekki falleg uppbyggjandi orð við þá sem eiga stað í hjarta okkar núna strax í dag? – Lífið er svo stutt og brothætt
 • Hvers vegna bökum við ekki pönnsur og færum þeim sem við vitum að eru einmanna og þurfa á hlýju að halda? – Lífið er svo stutt og brothætt
 • Hvers vegna framkvæmum við ekki það sem okkur langar að framkvæma hvað sem öðrum kann að finnast um það – Lífið er svo stutt og brothætt
 • Hvers vegna stimplum við atburði og aðstæður þannig að eitt sé gott en annað vont þegar að við flest gerum okkur grein fyrir því að þetta er allt að samverka til góðs með einum eða örðum hætti fyrr eða seinna? – Lífið er svo stutt og brothætt
 • Hvers vegna hugsum við ekki betur um heilsu okkar, matarræði og hreyfingu þegar við horfum uppá að hún er eitt það dýrmætasta sem við eigum? – Lífið er svo stutt og brothætt
 • Hvers vegna notum við ekki daginn í dag til að búa okkur til gleðistundir? – Lífið er svo stutt og brothætt
 • Hvers vegna opnum við ekki hjarta okkar fyrir ástinni og kærleika samferðamanna okkar? – Lífið er svo stutt og brothætt
 • Hvers vegna ferðumst við ekki til þeirra staða sem okkur langar að heimsækja á meðan við erum hér á jörðu, þó að það sé aðeins í draumheimum okkar? – Lífið er svo stutt og brothætt
 • Hvers vegna leyfum við fólki sem tekur frá okkur orku og gleði að vera inni í lífi okkar? – Lífið er svo stutt og brothætt
 • Hvers vegna leyfum við framkomu sem setur okkur niður eða gerir lítið úr okkur? – Lífið er svo stutt og brothætt
 • Hvers vegna finnst okkur við ekki nóg af einhverju eða of mikið af einhverju og hvers vegna eigum við ekki allt það besta skilið? – Lífið er svo stutt og brothætt
 • Hvers vegna segjum við ekki fyrirgefðu þegar við ættum að gera það? – Lífið er svo stutt og brothætt
 • Hvers vegna leyfum við misskilningi að eiga sér stað án þess að ræða það við viðkomandi aðila? – Lífið er svo stutt og brothætt
 • Hvers vegna leyfum við okkur ekki að elska þá dýrmætu sköpun sem við erum? (þú ert eina eintakið af þér) – Lífið er svo stutt og brothætt
 • Hvers vegna umvefjum við okkur ekki og huggum þegar hjarta okkar er sárt í stað þess að harka af okkur og æða áfram? – Lífið er svo stutt og brothætt
 • Hvers vegna höldum við í biturleika okkar í stað þess að sjá að allir sem inn í líf okkar komu gáfu okkur kennslustundir og fyrir þær ber að þakka? – Lífið er svo stutt og brothætt
 • Hvers vegna gefum við starfsþrek okkar umfram getu og orku og gefumst ekki upp fyrr en að líkaminn segir stopp? – Lífið er svo stutt og brothætt
 • Hvers vegna erum við ekki okkar bestu vinir, alltaf? – Lífið er svo stutt og brothætt

Og að lokum, hvers vegna njótum við ekki þeirrar dásemdar sem lífið er og þökkum fyrir allt það sem við höfum alla daga og lítum það jákvæðum þakklátum augum?

Því að lífið er svo stutt, svo allt of stutt til að sóa því í leiðindi af öllum toga.

Kærleikskveðja til ykkar elskurnar og eins og ætíð er ég aðeins einni tímapöntun í burtu ef þú telur að ég geti aðstoðað þig á lífsveginum,

xoxo ykkar Linda

Linda Baldvinsdóttir

Lifecoach, Samskiptaráðgjafi, pararáðgjafi, TRM áfalla þrautseigjuþjálfi.

Pin It on Pinterest

Share This