MANNGILDI

Síðunni Manngildi.is er ætlað að þjóna sem upplýsingaveita um allt sem viðkemur lífinu og verkefnum þess.

Ég sem stend að efninu á síðunni mun leitast við að hafa fjölbreytni í greinaskrifum, viðtölum og öðru efni að leiðarljósi og vona að innihald síðunnar gagnist sem flestum sem þurfa að leita sér upplýsinga um málefni og verkefni þau sem þeir eru að fást við í lífinu.

Linda Baldvinsdóttir

Markþjálfi og Samskiptaráðgjafi

Ekkert er mikilvægara en að þekkja sjálfan sig að mínu mati til að geta sigrast á hindrunum lífsins og finna lausnir við verkefnum þess.

Ástríða mín er fólgin í því  að byggja upp sjálfstraust og sjálfsmynd þess sem ég vinn með, Að finna styrkleika viðskiptavinarins og ástríður, að eyða gömlum öppum sem hindra að hann geti notið lífsins til fulls og þori að sækja fram er það sem gleður mig mest.

Menntun:

Lærði Markþjálfun hjá Leiðtoga ehf og í framhaldi af því tók ég ACC alþjóðagráðu frá International Coach Federation og var vottuð sem ACC Certified Coach 2008 en er í PCC vottunarferli. Er einnig menntuð sem NLP Practitioner Coach Frá BrUen, en námsefnið þar kemur frá NLP Huset í Kaupmannahöfn. Vottaður LET samskiptaráðgjafi frá Gordon Training International og TRM áfallafræði 1 og 2 frá TRI (Trauma resilience Institude)

Hef einnig verið dugleg að fara á hin ýmsu námskeið tengd manngildum, þau síðustu sem ég tók voru varðandi Jákvæða sálfræði og nú síðast tók ég námskeið í mannauðsstjórnun hjá Endurmenntun HÍ. Var formaður Félags Markþjálfunar á Íslandi í 2 ár og varð hugarfóstur mitt Markþjálfunardagurinn að veruleika í minni formannstíð. www.markthjalfun.is