Skip to main content

Það er mjög vinsælt að tala um kulnun í dag og allskonar aðferðir sem eru nefndar sem leiðir út úr þessu ástandi og tel ég að leiðin út sé í sjálfu sér mjög einföld en ekki endilega auðveld. Þetta er eins og með megrunina, við vitum að við þurfum aðeins að passa fæðuna og hreyfa okkur til að ná árangri en það er ekkert endilega svo auðvelt samt.

Til að okkur líði sem best er afar mikilvægt að við sköpum okkur jafnvægi í lífinu og 8-8-8 reglan er bara regla sem virkar vel inn í þessar aðstæður þó að kannski þurfi fleiri þættir að koma inn og spila með, en þó að við gætum bara farið eftir þessari einu reglu erum við þó að minnka álagið töluvert og erum að ná töluverðum árangri.

En hver er svo þessi 8-8-8 regla?

Jú hún er sú að við skiptum sólarhringnum upp í 8 tíma vinnu – 8 tíma svefn og notum svo 8 tíma í að njóta lífsins fyrir okkur.

Að njóta er afar vanmetið fyrirbæri í dag og flestar lausnir sem við einblínum á þegar við erum útbrunnin og illa haldin er að auka við okkur í ræktinni, taka Keto kúr eða eitthvað sem snýr að líkamlegri líðan okkar en gleymum þeirri andlegu og sálarlegu sem þó skipta ekki minna máli.

Líkamlegu einkennin stafa oft af vannærðum anda okkar og við einfaldlega kunnum ekki að skoða andann með sama hætti og líkamann þó að alltaf séu sem betur fer að koma nýjar og nýjar vísbendingar frá áreiðanlegum heimildum sem tala um að stór hluti okkar líkamlegu sjúkdóma stafi af andlegum meinsemdum.

En hvað er svo vannærður andi?

Vannærður andi er andi sem gefur sér ekki andrými til þess að vera til og njóta augnablikanna í gleði og jafnvægi og gerir sér jafnvel alls ekki grein fyrir því að hann fái ekki rétta næringu, og ef ég ætti að setja það í eitthvert samhengi þá er það svipað og þegar við erum vannærð á líkama okkar (anorexía t.d)en tökum ekki eftir einkennunum fyrr en of seint og lítum okkur skökkum augum.

Gamlar meinsemdir eða pokarnir sem við berum á bakinu hafa einnig mikil áhrif á streitu okkar og geðslag þannig að það er einn hluti þess að hafa jafnvægið í lagi að losa sig við eins mikið og hægt er, og setja gamlar syndir drýgðar af okkur eða öðrum þar sem þær eiga heima – eða í fortíðinni en ekki núinu. Það eina sem gerist hjá okkur þegar við höldum í þessa gömlu fortíðardrauga er að við erum full gremju, vanmáttar, sjáum ekki að lífið geti fært okkur eitthvað annað en vonbrigði og sársauka, festumst í hugsunum sem vekja vonda líðan og stígum því ekki fram í framtíðina eins og barn sem er bara alveg visst um að þetta klikki ekki og að heimurinn hafi bara verið skapaður fyrir það.

Við þurfum semsagt að eignast barnslegt traust og trú á að allt sé og fari eins og því er ætlað og að okkur sé ætlað bara eitthvað betra á framtíðarvegi okkar.

Þetta hljómar örugglega eins og eitthvað hókus pókus ævintýri og ég sé hvernig sumir fussa og sveia yfir þessari einföldun á flóknu tilfinningalífi og áföllum, en þegar allt kemur til alls þá er það einmitt það sem gert er í bataferli einstaklings sem leitar sér aðstoðar eða það að losa sig við afleiðingar atburða og halda áfram.

Ég hef sjálf gengið í gegnum sársauka og borið hann á bakinu en þegar ég hef sleppt tökunum og óskað viðkomandi blessunar og þakka þeim sem gerðu mér mein að mínu mati fyrir lærdóminn sem ég tek með mér þá losnar um svo margt og lífið verður svo miklu ljúfara fyrir vikið og ég reynslunni ríkari.

Núna ætla ég þó að stoppa þrátt fyrir að ég gæti talað um jafnvægi í allan dag og leiðir til að dvelja þar Þá ætla ég að láta staðar numið hér en hvetja ykkur hinsvegar öll til að skoða hvað það væri sem gæfi ykkur raunverulega gleði ef þið leyfðuð ykkur að leita inn á við? hverskona hamingju? hvað gæfi ykkur ró? fegurð? visku? ástríðu o.s.f og sækið þangað í stað þess að grafa ykkur í vinnu og streitutengdum lífsmáta.

Og eins og alltaf er ég bara einni tímapöntun í burtu ef þú telur að ég geti aðstoðað þig við lífsins verkefni.

xoxo Ykkar Linda

Linda Baldvinsdóttir

Markþjálfi,Let samskiptafræði, TRM áfallafræði.

linda@manngildi.is

Pin It on Pinterest

Share This