Skip to main content
Uncategorized

10 hlutir sem einkenna þá sem eru sannir.

By febrúar 25, 2016apríl 18th, 2019No Comments

Steve Tobak  skrifar í grein sem ég las að hvort sem við værum að byggja upp fyrirtækið okkar, tengslanet eða vinahóp ættum við alltaf að leita að fólki sem væri gegnumheilt eða ósvikið. Ég ákvað að þýða og endursegja með mínum hætti það sem skrifað var í greininni hans Steve.

Og hér kemur hún..

Það eru fáir sem hafa áhuga á því að umgangast þá sem eru falskir og útsmognir. Og það á við um þig líka  ef þú snýrð dæminu við, en það skoðum við sjaldnast 🙂

Ef þú ert að velta því fyrir þér hvað sannur eða ósvikinn þýði í raun, þá þýðir það að vera raunverulegur, einlægur, heiðarlegur og heill í samskiptum.  Sannir einstaklingar eru ekkert öðruvísi að utan en innan og sýna þér ekki eina  hlið í dag en aðra á morgun. Ekki er alltaf auðvelt að halda heilindunum óskertum en það er þó mögulegt. Og aðal gallinn er að öll mannleg samskipti eru síuð í gegnum okkar eigið mat og því hvernig við skynjum hvert annað í gegnum okkar eigin huglægu linsur og því verður matið alltaf útfrá okkar eigin upplifunum og skoðunum á því hvað er sannt.

Að vera sannur eða einlægur er afar sjaldgæfur kostur í heimi sem er fullur af fölskum duttlungum, fjölmiðla hype, sýndarveruleika, jákvæðum hugsuðum og persónulegri vörumerkjamenningu – þar sem allir vilja það sem þeir hafa ekki, og enginn er ánægður með þann stað sem hann er staddur á hverju sinni, og það sem alvarlegast er, er enginn tilbúinn til að viðurkenna að þeir séu á þessum stöðum- en í þessu umhverfi verður einlægnin að víkja og verður alltaf sjaldgæfari en sjaldgæfari.

Til að hjálpa þér að sjá þennan sjaldgæfa kost–í sjálfum þér einnig–þá er það svona sem ekta eðal fólk kemur fram.

Þeir sækjast ekki eftir athygli. Þeir þurfa ekki stöðuglega að fá styrkingu á sjálfsmynd sinni. Þeir sem sækjast sífellt eftir athygli eru með gap sem stöðuglega þarf á fyllingu að halda, en þeir sem eru gegnumheilir eru nú þegar fullir sjálfstrausts og sjálfsþekkingar.

Það skiptir þá ekki máli hvort að fólki líki við þá eða ekki.

Að þurfa á samþykki að halda frá öðrum á því að við séum nógu góð er fætt af vanmætti og býr til þörina á því að stjórna eigin tilfinningum og annarra. Sjálfsöruggt og gegnumheilir persónuleikar eru einfaldlega þeir sjálfir. Ef þér líkar við þá, frábært…Ef ekki, þá er það líka bara í lagi.

Þeir eru fljótir að sjá þegar fólk er fullt af sjálfu sér.

Kannski er auðvelt að blekkja fólk, en þeir sem eru gegnumheilir láta ekki svo auðveldlega plata sig. Þeir eru fastir í raunveruleikanum og það gefur þeim grunn til að byggja á og reikna dæmið til enda.

Þeim líður vel í eigin skinni og eru ánægðir með sjálfa sig eins og þeir eru.

Þeir gera það sem þeir segja og segja það sem þeir meina. Þeir ýkja ekki eða bregðast við með öfgum. Þeir standa við orð sín og samninga. Þeir sykurhúða ekki sannleikann og láta þig heyra hann, jafnvel þegar það er erfitt fyrir þá að gera það og fyrir þig að hlusta á hann.

Þeir þurfa ekki mikið af allskonar leikföngum og þurfa ekki að eignast allan heiminn. Þegar þú ert ánægður með það hver þú ert þá þarftu ekki mikið að dóti til að gera þig hamingjusaman. Þú veist hvar hamingjuna er að finna- innra með þér sjálfum, hjá þínum nánustu og í starfi þínu. Þú finnur hamingjuna í öllum litlu hlutunum.

Þeir eru ekki hörundsárir. Þeir taka sjálfa sig ekkert of hátíðlega svo að þeir móðgast ekki þegar ekki var ætlunin að særa þá.

Þeir eru hvorki of hógværir né of montnir. Þar sem þeir þekkja styrkleika sína þurfa þeir ekki að blása þá upp. En þeir gerast ekki hógværir heldur á falskan hátt. Auðmýkt er kostur en það er betri kostur að vera bara hreinskilinn og heiðarlegur, segja hlutina eins og þeir eru.

Þeir eru samkvæmir sjálfum sér.

Þú getur lýst sönnu fólki með því að segja að það sé  fast yrir og óhagganlegt. Þeir þekkja sjálfa sig vel og eru í góðu sambandi við tilfinningar sínar sem gerir þá svolítið útreiknanlega en á góðan hátt þó.

Þeir framkvæma það sem þeir predika.

Þeir eru ekki líklegir til að ráðleggja fólki að gera eitthvað sem þeir gætu ekki gert sjálfir. Þegar allt kemur til alls þá vita þeir sönnu það fullvel að þeir eru ekkert betri en aðrir og þeir reyna ekki að réttlæta sig með nokkrum hætti eða setja sjálfa sig á stall þess sem fullkominn er.

Þegar allt það sem að framan er sett undir einn hatt kemur í ljós að þetta er allt byggt á sama meiði, sjálfsþekkingu sem helst í hendur við raunveruleikann. Sannt fólk sér sjálft sig eins og aðrir sæu það og líta utanfrá og inn á sjálfa sig. Það fer ekki mikið fyrir stjórnsemi, stýringu eða eignarhaldi í kolli þeirra, þeir eru einfaldlega það sem þú sérð og heyrir.

Þegar þú kynnist þeim sérðu að þeir eru bara það sem þeir sýnast vera. Og það er sorglegt að í heiminum í dag skuli þessi jákvæði eiginleiki eða kostur vera á undanhaldi og í útrýmingahættu . Ekki aðeins er það orðið erfiðara að finna fólk með þessa eiginleika heldur er líka orðið erfiðara að halda í það að vera sannur sjálfur. Sorgleg staðreynd en þó sönn.

Gerum okkar besta þó til að halda í þennan eiginleika sem viðheldur sjálfsmynd okkar og sjálfstrausti og gefur okkur grunn þess sem getur borið höfuðið hátt.

Þýtt og endurbætt af Lindu Baldvinsdóttir

 

 

 

 

Pin It on Pinterest

Share This