Skip to main content
Uncategorized

Þetta gæti verið ástæðan fyrir því að við getum verið jafn hamingjusöm þegar við erum ekki í sambandi.

By febrúar 21, 2016apríl 18th, 2019No Comments

Ég las þessa grein á Entrerprenaur og ákvað að þýða hana lauslega í tilefni dagsins fyrir okkur sem erum ein og fáum ekki dekur og dúllerí í dag  🙂

Að vera í rómantísku sambandi hefur í för með sér ýmis þægindi eins og það að hafa einhvern við hlið sér og að hafa félagsskap og losna þannig að mestu við einmannaleikann sem fylgir því óhjákvæmilega að vera einn. Að þessu sögðu er það engin furða að rannsakendur hafi komist að því að þeir sem eru í samböndum upplifi hærri stig vellíðunar í lífinu en þeir sem ekki eru í samböndum.

En er það alltaf þannig?

Rómantísk sambönd geta einnig verið hrikalega streituvaldandi- þau bestu innfela í sér togstreitu, misskilning og málamiðlanir ásamt því að geta valdið sársauka og stundum eru einnig svik með í spilinu. Með þetta í huga, eru þeir sem eru í samböndum þá alltaf fylltir af vellíðan þegar þeir eru í tilfinningalegum rómantískum tengslum?

 

Neibb…Í nýlegri rannsókn sem birt var í blaðinu The Journal of Social Psychological and Personality Science, voru það vísindamenn sem fundu út að sumum líður bara jafn vel ef ekki betur að vera einum eins og að vera bundnir í rómantísku parasambandi.

En skilgreiningin hangir reyndar á því að þeir sem eru jafn ánægðir einir eru líklegri til að hafa minni þolmörk gagnvart einhverskonar ágreiningi og togstreitu sem óhjákvæmilega fylgir því að vera í nánu tengslasambandi. En þar með er alls ekki sagt að þeir hinir sömu hafi ekki áhuga á því að fara í samband, heldur einungis það að þeir átakafælnu forðast neikvæðu, þyrnum stráðu hliðunum á því að vera í einu slíku.

Samkvæmt rannsókninni- sem innihélt tvennar tilraunir sem gerðar voru – sú fyrri var gerð á 189 háskólastúdentum og sú seinni var gerð á yfir 4000 íbúum á Nýja Sjálandi- og þeir sem skoruðu hátt á skalanum í því að forðast félagsleg markmið eða tengsl skoruðu jafn hátt á vellíðunar stiginu þegar þeir voru einir eins og þegar þeir voru í sambandi.  Fyrir þennan tiltekna hóp, geta vísindamenn sér að þó að þeir hafi einhvern hagnað af ástarsamböndum ef þeir færu út í eitt slíkt,hagnað eins og tengingu, öryggi og fl, þá velja þeir þó að tapa þessum hagnaði vegna hugsanlegs varnarleysis þeirra, fyrri reynslu, hugsanlegum sársauka og átakafælni.

Þeir hinsvegar sem greindust ekki mjög átakafælnir – eða með öðrum orðum, þeir sem forða sér ekki frá persónulegum samskiptum og samböndum- skoruðu yfir langt yfir meðallagi í vellíðan þegar þeir voru í rómantísku parasambandi.

Þessi rannsókn hnikar ekki með nokkrum hætti fyrri rannsóknum sem benda til þess að yfirleitt sé fólk ánæðara með lífið  í parasambandi en að vera eitt, en bendir hinsvegar til þess að það eigi ekki við um alla. Þeir sem eru mjög viðkvæmir fyrir átökum finna þannig fyrir einstaklingsfrelsi sínu þegar þeir eru einir og þeir meta það hærra en það sem rómantísk tengsl geta veitt þeim.

En persónulega vel ég nú að finna mér þennan eina sanna á hvíta hestinum og taka þeim átökum sem það gæti haft í för með sér og vinna úr þeim lausnarmiðað ef hægt væri.

xoxo

Linda

Upphafleg grein eftir Laura Entis- endursagt og fært aðeins í stílinn af Lindu Baldvinsdóttur.

 

Pin It on Pinterest

Share This