Skip to main content
Uncategorized

Láttu þér líða vel að vetri til !

By mars 6, 2013No Comments

      

Allir upplifa þessa leiðinlegu og þungu daga þar sem engin leið virðist vera til að komast uppúr.

En það er von…Nýttu þér þessi korn hér fyrir neðan til að reka blúsinn á brott..

1)    Tónlist….Settu fjörugt lag á fóninn eða þá tónlist sem þér finnst lyfta sál þinni og syngdu með af öllum krafti, þó að þú sért gjörsamlega laglaus!

2)     Hristu þig !! Dansaðu eins og enginn sé að horfa á þig og komdu góðum boðefnaskiptum af stað í heilanum…Dansinn framleiðir nefnilega endorphin sem er eitt af gleðiboðefnunum okkar. Dansaðu af þér drungann…

3)    Dekraðu við þig…Farðu í froðubað, eða  heimsæktu nuddarann þinn, nú eða fáðu þér rándýrt rauðvínsglas..Þú átt bara gott skilið !

4)    Eyddu peningum…Opnaðu sparibaukinn og keyptu þér nýja skó eða farðu á flottan veitingastað og ofkors skaltu kaupa nóg af súkkulaði..það er allra meina bót J

5)    Hringdu í vin…Einhvern skemmtilegan sem er jákvæður og upplífgandi…

6)    Lestu góða bók…Nýjasta æðið er bókin “þú afhjúpar mig” erotík eins og hún gerist best..og situr á metsölulistum um allan heim víst..

7)    Skapaðu eitthvað fallegt…að hnoða leir og lita …nú eða bara eitthvað annað skemmtilegt eins og að prjóna eða bóna bílinn… J

8)    Hafðu nóg að gera…Farðu og þrífðu húsið fyrir mömmu, eða bakaðu og bjóddu öllum í kaffi…færð félagsskap að auki með því …

9)    Eigðu skemmtilegar stundir og leiktu þér með börnum eða dýrum..Fátt sem er eins gefandi..

10) Og að lokum…að hlæja er besta meðalið af öllum til að njóta lífsins…horfðu á góða grínmynd eða mynd sem sýnir skemmtilegar hliðar lífsins…og hlæðu af hjartans lyst…

Eigðu frábæra viku !

Linda

Pin It on Pinterest

Share This