Skip to main content
Uncategorized

Að lifa í Þakklæti

By mars 20, 2010No Comments

Að lifa í þakklæti       [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=JWzyY696R5w]

Þú hefur heyrt að þakklæti sé máttug tilfinning, en hefur þú einhvern tímann  hugsað um hversu máttugt þakklætið er ?

Þakklætis-tilfinningin skapar súper hlaðna orku sem dregur til sín yndislega hluti inn í líf þitt, en þetta hefur þú örugglega heyrt oft áður. En afhverju er tilfinningin þakklæti svona máttug ? Ein ástæðan er að þú ert að einbeita þér að því að vera jákvæð, og þá dregurðu að þér meiri jákvæðni og jákvæða atburði- en þetta hefurðu líka heyrt áður…

En það sem þú hefur kannski ekki heyrt áður er hvað gerist orkulega séð þegar þú einbeitir þér að þakklætinu. Mundu að aðdráttarlögmálinu er komið af stað  með því hvernig þú hugsar, hvernig þér líður, hverju þú trúir og hverju þú átt von á inn í líf þitt. Hvað sem þú hugsar, finnur, trúir og væntir er það sem kemur inn í líf þitt !!!

Hvað hefur þetta að gera með þakklæti? Til að svara þessari spurningu, hugsaðu um hvað þú ert að hugsa, finna, trúa og vænta þegar þú ert þakklát og kannt að meta hlutina….

Þér finnst þú vera blessuð/aður

Þér finnst þú hafa gnægtir

Þú ert hamingjusöm/samur

Þú ert fullnægð/ur

Þú ert örugg/ur

Þér finnst eins og allt sé í himnalagi í þínu lífi.

Og þegar þú einbeitir þér á þessar tilfinningar, þá ertu að senda sterk skilaboð til almættisins um að þetta sé allt satt…Og veistu hvað almættið segir ? Þú hefur svo sannarlega rétt fyrir þér ! Hér er auðurinn þinn, og hér er gleðin þín. Hér kemur meira af góðu inn í líf þitt- takk fyrir að biðja um það…ÉG er búinn að reyna að senda þér þetta, en þú hleyptir því ekki að …

Ég hef lengi trúað á mátt þakklætisins, en upplifði það ekki að fullu fyrr en ég setti það á ætlunarlistann minn að lifa í þakklæti einn dag lífsins. Að lifa í þakklæti þýðir það að ég verð að þakka fyrir allt sem ég upplifi, sé, finn, heyri og geri á hverjum degi. Og það er svo sannarlega hellingur af þakklæti J

Ég hef örugglega sagt „takk fyrir“ þúsund sinnum þennan dag. Ég opnaði augu mín þennan dag og byrjaði á því að þakka fyrir allt sem í lífi mínu er, ég bað fyrir fjölskyldu og vinum, vinnunni minni, heimilinu mínu, heilsunni minni-og fyrir kettinum mínum, og ég þakkaði fyrir allt þetta, ekki bara á yfirborðinu, heldur frá dýpstu hjartarótum þakklætisins.

Og þegar ég var komin út í lífið og þetta daglega, þá þakkaði ég almættinu fyrir allt sem ég snerti eða upplifði. Þegar ég vaskaði upp, sagði ég, takk fyrir þessa diska sem bera fæðuna sem við borðum og þakka þér fyrir matinn sem við borðum ! Takk fyrir þessi hnífapör – þau voru brúðkaupsgjöf til okkar hjónanna, og ég þakka fyrir þennan yndislega eiginmann !

Allan tímann sem ég var í vinnunni sagði ég aftur og aftur “takk fyrir vinnuna mína og hvernig hún fyllir líf mitt af gleði“ Takk fyrir tækifærið til að vinna mér inn tekjur við það sem ég elska að gera. Takk fyrir það hvernig vinnan mín gefur mér áskoranir til að vinna úr og minnir mig á að ég er oft sterkari en ég held sjálf.

Eftir því sem á daginn leið, þá bættist í þakklætisbankann minn, ég þakkaði fyrir fæturnar sem gerðu mér fært að komast á milli staða, fyrir lungun mín sem gerðu mér kleyft að anda, fyrir augun mín sem gátu horft á heiminn í kringum sig, og ég þakkaði fyrir alla sem ég átti í samskiptum við- og fl. og fl.!

Fullt af yndislegum hlutum hentu mig sem árangur af þessum eina degi sem ég ákvað að lifa í þakklæti. Of margir til að telja þá upp hér. En ég get sagt ykkur að kraftaverk gerðust. Innkoma mín yfir þennan dag þrefaldaðist miðað við venjulegan dag, Ég fékk fullt af tækifærum sem ég er byrjuð að vinna að, og góðir hlutir gerðust hvar sem ég kom.

En það er bara kremið ofan á kökunni, Sú sanna gjöf sem ég fékk að launum var hvernig mér sjálfri leið…Allt varð svo heilagt. Allt í lífi mínu var gott. Ég var góð. Ég var hamingjusöm,  og ég fann frið í hjarta mínu. Ég var ekki föst, að berjast, óttaslegin og ráðvillt….

Hjarta mitt og hugur fór í hæðstu hæðir á stað sem fáir fá að upplifa. Það var mjög sérstök andleg upplifun á öllum sviðum lífsins.

Ég hafði aldrei upplifað dag sem var eins uppfullur af orku eins og þessi dagur!  Hann var svo yndislegur að ég ákvað að gera þetta að venju á hverjum degi. Og já, hver einasti dagur er magnaðri en sá síðasti.

Ef þú hefur ekki gefið þakklætinu séns, eða hefur verið hálf volg/ur í tilraun þinni til að upplifa þakklætið, gefðu því séns í einn dag að lifa í þakklætis-tilfinningunni. Þakkaðu fyrir allt sem þú sérð, finnur, heyrir, gerir og upplifir. Og upplifun þín mun koma þér verulega á óvart !!!

Svona smá viðauki við þetta allt saman, þetta  geturðu notað líka á það sem þú hefur ekki í lífi þínu ennþá, en langar að draga til þín ! T.d. ef þig langar að fá betri vinnu, notaður þá staðhæfinguna „Þakka þér innilega fyrir nýju yndislegu vinnuna sem þú gefur mér“ Ég fæ góð laun og vinn við það sem ég elska að vinna við og ég er svo þakklát/ur fyrir það ! Ekki segja bara orðin; fókusaðu á tilfinninguna sem fylgir sönnu þakklæti. Orðin eru ekkert án tilfinninganna sem fylgja þeim.

Upplifðu og þú munt verða J

Þýtt af Lindu Baldvinsdóttur. Höfundur greinarinnar er  ókunnugur, en greinina má finna á síðunni  mindfulattraction.com

Pin It on Pinterest

Share This